Persónuverndarstefna Green Parking

Almennt

Persónuvernd þín skiptir Green Parking miklu máli. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna.

Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðkomandi reglugerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Taka lögin m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.

Til  upplýsinga þá höfum við nú þegar spurt og svarað nokkrum af algengustu spurningun sem tengjast því hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar. 

Spurningar og svör

Hvað eru persónu upplýsingar ?

  • Öll gögn og upplýsingar sem er hægt að rekja til einstaklings teljast til persónuupplýsinga. 
  • Þetta getur til dæmis falið í sér nafn einstaklings, heimilisfang, kennitala og bílnúmer.

Hvers vegna vinnum við persónuupplýsingar?

  • Til að geta uppfyllt samning okkar við viðskiptavini um eftirlit og gjalddtöku fyrir bílastæði.
  • Til að geta stofnað kröfu vegna vangreiðslugjalda.
  • Til að geta uppfyllt lög um bókhald og viðskipti.

Hvaðan koma persónuupplýsingarnar?

  • Úr myndavélarkerfi tengt Softra hugbúnaðarkerfi sem tekur myndir af bílnúmerum þegar ekið er inn og út af bílastæðum þjónustuðum af Green Parking.
  • Úr bifreiðaská Samgöngustofu ef stofna þarf kröfu í banka vegna vangreiðslugjalda.
  • Frá einstaklingum ef send eru inn andmæli vegna álagningar gjalda.

Hvernig eru persónuupplýsingar verndaðar ?

  • Allar tengingar milli kerfa eru dulkóðaðar.
  • Aðgangur að kerfum Green Parking er aðgangsstýrður og starfsmenn Green Parking og þeir sem starfa í umboði Green Parking eru hver og einn með sinn aðgang þannig að rekjanleiki aðgerða og aðgangs er tryggður.
  • Allir starfsmenn Green Parking og þeirra sem starfa í umboði Green Parking eru bundnir þagnarskyldu.

Hve lengi eru gögnin geymd?

  • Gögn eru ekki geymd lengur en nauðsynlegt er.
  • Myndefni af bílnúmerum eru geymd að hámarki í 1 mánuð í Softra hugbúnaðakerfinu.
  • Við álagningu vangreiðslugjalds geta gögn verið geymd lengur i tengslum við innheimtuna en er eytt að innheimtu lokinni.

Hvaða gögnum söfnum við?

  • Við söfnum aðeins þeim gögnum og upplýsingum sem eru nauðsynlegar eru til að sinna samningsbundinni þjónustu við viðskiptavini okkar og uppfylla þær lagalegar skyldur sem fylgja þeirri þjónustu.
  • Bílnúmer, nöfn, kennitölur og heimilsföngum.
  • Við notum vafrakökur til að bæta viðbót og notendaupplifun vefsíðunnar. Vafrakökur eru öruggar, þær innihalda ekki kóða og geta ekki verið notaðar til að komast í tölvuna þína.
  • Green Parking áskilur sér rétt til að útbúa ópersónugreinanlegar upplýsingar um tölfræði, samantektir og yfirlit sem á engan hátt er hægt að rekja til einstakra notenda og notfæra sér til rannsókna, markaðskynninga og til upplýsingagjafar til viðskiptavina.

Er gögnum deilt með öðrum fyrirtækjum?

  • Já, stundum er nauðsynlegt að deila gögnum með öðrum fyrirtækjum til dæmis persónuupplýsingum með samningsbundnum innheimtuaðilum og lögfræðilegum ráðgjöfum sem koma stundum fram fyrir okkar hönd til að fá útistandandi kröfur greiddar.
  • Green Parking gæti þurft að afhenda gögn til opinberra aðila eins og lögreglunni eða sambærilegra embætta.


Til að tryggja að persónuupplýsingar séu verndaðar höfum við undirritað gagnavinnslusamninga/vinnslusamninga við  þá þriðja aðila sem við deilum gögnum með.

Persónuverndarfulltrúi Green Parking er:
Björgvin Jóhannsson Sími: 470 2450
Netfang: personuvernd@greenparking.is